Velkomin á Norðurslóð!

Ellefu áhugaverðar sýningar um sögu Norðurslóðar.

Velkomin á Norðurslóð!

Ellefu áhugaverðar sýningar um sögu Norðurslóðar.

Velkomin á Norðurslóð!

Norðurslóð er samansafn ellefu áhugaverðra sýninga sem fjalla um sögu Norðursins í máli og myndum. Sýningarnar leiða gestinn í gegnum ýmis tímabil í sögu Norðursins og taka fyrir margvísleg áhugaverð viðfangsefni, svo sem landnám Íslands, dýralíf á Norðurslóðum, handverk og strandlíf svo fátt eitt sé nefnt.

Sýningarnar gefa gestinum kost á að upplifa veröld fyrri tíma með gagnvirkum og lifandi hætti en lögð er áhersla á fjölbreytt og fræðandi efni. Viðfangsefnin eru sett fram með margvíslegum hætti eins og með útstillingum, myndböndum, texta og ýmsum merkilegum gripum sem safnað hefur verið saman.

}

Opnunartímar

Virkir dagar: 11 – 18

Helgar: 11 – 17

Hér erum við

Strandgata 53, 600 Akureyri

Símanúmer

588 9050
N

Aðgangseyrir

1500 kr

Frítt fyrir 12 ára og yngri

Norðurslóð samanstendur af 11 sýningum

R

Landnám Íslands

Í þessari sýningu er sagt frá landnámi Íslands og Ingólfi Arnarsyni í máli og myndum en hann er talinn hafa komið að landi árið 840, fyrstur landnámsmanna.

R

Dýralíf á Norðurslóðum

Glæsileg sýning af uppstoppuðum dýrum Norðurslóða en hér má t.d. finna refi, ísbirni, rostung ásamt meira en 250 tegundir varpfugla.

R

Kortasafn Arngríms

Stofnandi sýningarinnar hefur lengi safnað kortum og á um 1700 kort. Þetta er áhugaverð sýning af margvíslegum kortum, svosem Guðbrandskort, flugkort og land- og sjókort.

R

Grænlandsfarinn Vigfús Sigurðsson

Sagan af Grænlandsleiðangri Vigfúsar Sigurðssonar sem var farinn árið 1912 sögð í máli og myndum.

R

Vigfúsarstofa

Sagan af Grænlandsleiðangri Vigfúsar Sigurðssonar sem var farinn 1912 sögð í máli og myndum.

R

Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson

Sagt frá heimskautsferðum og rannsóknum Vilhjálms Stefánssonar sem kannaði heimskautasvæði Kanada í 5 ár óslitið, frá 1913 – 1918.

R

Heimskautslöndin unaðslegu

Lýsir með listrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vilhjálms Stefánssonar en er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða.

R

Hundasleðaferð

Hér er boðið upp á upplifun á hundasleða. Á stórum skjá má sjá hundasleðaferð um Grænland og gefst fólki tækifæri til að setjast á sleða og upplifa tilfinninguna.

R

Handverksýning

Sýning á íslensku handverki, einkum fatnaði, sem einkennt hefur íslenska menningu í gegnum tíðina. Unnið af hópi handavinnufólks á Norðurlandi.

R

Flug á Norðurslóðum

Innsýn í upphaf flugs á norðurslóðum á 20. öld. Hér má finna flugmódel og áhugaverðar myndir tengdar flugi á síðustu öld.

R

Strandmenning í Eyjafirði

Innsýn í strandlíf , fiskveiðar og fiskvinnslu. Hér má finna skipamódel ásamt áhugaverðum textum um sögu strandlífs í Eyjafirði.

Við bjóðum uppá veitingar!

Í veitingasalnum okkar bjóðum við uppá einfaldan matseðil sem saman stendur af rétti dagsins ásamt léttum íslenskum veitingum. Við erum með vínveitingleyfi og það er alltaf heitt á könnunni!

Kíktu í sérvöruverslun okkar!

Við hlið sýningarsalsins er sérvöruverlsun okkar en þar er hægt að finna einstaka gjafa -og hönnunarvörur sem flestar eiga það sameiginlegt að skarta íslenskri náttúru.

Hafðu samband!

Hér erum við!

Norðurslóð

Strandgata 53, 600 Akureyri

 

Norðurslóð
Strandgata, Akureyri, Iceland

Strandgata 53, 600 Akureyri

 

Direction

Fylgdu okkur á Facebook