Sýningar Norðurslóða
Sýningar Norðurslóða eru 11 talsins og segja frá áhugaverðum sögum í máli og myndum auk þess að vera með glæsilegt safn af sögulegum gripum til sýninga.

Landnám Íslands

Fjallar um landnám Ingólfs Arnarsonar árið 840 sem kom fyrstur landnáms manna til Íslands með búsetu í huga.

Dýralíf á Norðurslóðum

Á sýningunni má sjá ótal uppstoppuð dýr, meðal annars refi, seli og hreindýr. Auk þess má sjá alla varpfugla Íslands, eða um 250 tegundir.

Kortasafn Arngríms

Glæsilegt safn margvíslegra korta, en þar má meðal annars finna Guðbranskort, margvísleg land -og sjókort, flugkort og myndir frá um 400 km hæð úr gervitunglum.

Grænlandsfarinn Vigfús Sigurðsson

Grænlandsleiðangurinn var farinn 1912 og var á vegum Danans J.P. Koch. Íslendingurinn Vigfús Sigurðson, síðar kallaður Grænlandsfari, með í för. Sýningin segir frá leiðangrinum með máli og myndum.

Grænlandsfarinn Vigfús Sigurðsson

Grænlandsleiðangurinn var farinn 1912 og var á vegum Danans J.P. Koch. Íslendingurinn Vigfús Sigurðson, síðar kallaður Grænlandsfari, með í för. Sýningin segir frá leiðangrinum með máli og myndum.

Vigfúsarstofa

Hér er sagt í máli og myndum frá ferðum Vigfúsar. Dóttursonur Vigfúsar, Vigfrús Geirdal, sagnfræðingur og kennari, og kona hans Sigrún ásamt fjölskyldu varðveittu myndir og gögn, sem þau góðfúslega lánuðu til sýningarinnar.

Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson

Nafn Vestur-Íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar er órofa tengt norðrinu og könnun þess. Hann er þekktastur fyrir að hafa ferðast um heimskautasvæði Kanada í fimm ár óslitið (1913-1918) og stundað mannfræðirannsóknir og landkönnun, en alls dvaldi hann um 12 ár á þessum slóðum.

Landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson

Nafn Vestur-Íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar er órofa tengt norðrinu og könnun þess. Hann er þekktastur fyrir að hafa ferðast um heimskautasvæði Kanada í fimm ár óslitið (1913-1918) og stundað mannfræðirannsóknir og landkönnun, en alls dvaldi hann um 12 ár á þessum slóðum.

Heimskautslöndin unaðslegu

Lýsir með listrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vilhjálms Stefánssonar en er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða.

Hundasleðaferð

Hér er boðið upp á upplifun á hundasleða. Á stórum skjá má sjá hundasleðaferð um Grænland og gefst fólki tækifæri til að setjast á sleða og upplifa tilfinninguna.

Hundasleðaferð

Hér er boðið upp á upplifun á hundasleða. Á stórum skjá má sjá hundasleðaferð um Grænland og gefst fólki tækifæri til að setjast á sleða og upplifa tilfinninguna.

Handverkssýning

Sýning á íslensku handverki, einkum fatnaði, sem einkennt hefur íslenska menningu í gegnum tíðina. Unnið af hópi handavinnufólks á Norðurlandi.

Flug á Norðurslóðum

Sýning sem veitir innsýn í upphaf flugs á norðurslóðum á 20. öld.

Flug á Norðurslóðum

Sýning sem veitir innsýn í upphaf flugs á norðurslóðum á 20. öld.

Strandlíf í Eyjafirði

Sýning sem fjallar um strandmenningu í Eyjafirði í gegnum tíðina. Sagt er frá í máli og myndum en einnig eru að finna áhugaverð skipalíkön.