Um Norðurslóð

 

Þetta er Norðurslóð.

Saga. Fræðsla. Fyrir alla.

Norðurslóð var opnað 28. Janúar 2017. Upphaf og hugmynd Norðurslóðasetursins er safn stofnanda þess, Arngríms B. Jóhannssonar af aldagömlum Íslandskortum eftir þekkta kortagerðarmenn, þar sem elsta kortið er líklega um 300 – 400 ára. Safninu var fært að gjöf hluti af lífsstarfi Hafsteins Hólm Þorsteinssonar sem samanstendur af uppstoppuðum dýrum. Sögur, myndir og munir eru frá Stofnun Vil­hjálms Stef­áns­sonar heim­skautafara og fræðast má um ferðir hans um norðurslóðir, einnig eru frásagnir af ferðum Vigfúsar Sigurðssonar með Wegener og Kock yfir Grænlandsjökul. Norðurslóðasetrið gefur okkur góða innsýn í lífið á norðurslóðum, þar á meðal hluta af strandmenningu Eyjafjarðar. Fræðast má um líf inúíta, um báta/skip og flug­vél­ar, auk gam­alla sigl­inga­tækja, einnig eru sýnishorn af fatagerð frá fyrri tíð. Seldir fallegir íslenskir minjagripir í verslunni.

Við bjóðum uppá veitingar!

Í veitingasalnum okkar bjóðum við uppá einfaldan matseðil sem saman stendur af rétti dagsins ásamt léttum íslenskum veitingum. Við erum með vínveitingleyfi og það er alltaf heitt á könnunni!

Kíktu í sérvöruverslun okkar!

Við hlið sýningarsalsins er sérvöruverlsun okkar en þar er hægt að finna einstaka gjafa -og hönnunarvörur sem flestar eiga það sameiginlegt að skarta íslenskri náttúru.