Veitingar

Í veitingasalnum okkar bjóðum við uppá einfaldan matseðil sem saman stendur af rétti dagsins ásamt léttum íslenskum veitingum. Matseðillinn er breytilegur eftir vikum en við bjóðum uppá heimalagaðan mömmumat í öllum hádeginum á frábæru verði. Við erum með vínveitingleyfi og það er alltaf heitt á könnunni!